Stóraukin fjarþjónusta hjá Krabbameinsfélagi Íslands

Krabbameinsfélag hefur aukið rafræna þjónustu og miðlun svo sem flestir hafi tök á að nýta sér það sem í boði er hvar á landinu sem þeir eru. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir Vestfirðinga sem aðra landsmenn og vonar Sigurvon að sem flestir geti nýtt sér það sem í boði er.

Eins vekjum við sérstaklega athygli á Könnuninni um upplifun á tímum Covid-19 og hvetjum sem flesta til að svara en markmiðið með henni er að fá vísbendingar um hvernig Krabbameinsfélagið getur aðstoðað fólk sem best á þessu skrítnum og fordæmalausu tímum.

Sjá nánar hér fyrir neðan á þar til gerðum hlekkjum:

 

  • Fjarnámskeið: Ertu með bjúg á handlegg?
    Við verðum á Zoom þannig að allir geta tekið þátt hvar sem þeir eru á landinu. Eina sem þarf er að vera tengdur tölvu sem hefur myndavél og hljóð. Þátttakendur fá sendan tölvupóst með nánari leiðbeiningum. Markmiðið námskeiðsins er að auka þekkingu og færni til að bregðast við sogæðabjúg. Áhersla verður lögð á verklegar æfingar og sjálfsnudd.
    Námskeiðið hefst 25. nóvember 2020 og er vikulega í tvö skipti á miðvikudögum kl. 16:00-18:00. Ekkert þátttökugjald. Nánari upplýsingar   https://bit.ly/33f50It
  • Könnun á upplifun á tímum Covid-19 – Taktu þátt!

Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er að safna upplýsingum um líðan til að geta sem best stutt við þá sem hafa greinst með krabbamein, eru í krabbameinsmeðferð eða eru aðstandendur.
Taka þátt í könnun https://bit.ly/3nrNd8w

 

  •    Slökun heima í stofu!

Alla þriðjudaga býður Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins upp á tíma í slökun í beinni útsendingu.  Vertu með í slökun í beinni  Það eina sem þú þarft að gera er að ganga í Facebookhópinn “Slökun og velliðan” hér fyrir   neðan https://www.facebook.com/groups/366915897716116/?ref=share