Styður kröfu LSS um að krabbamein verði skilgreint sem atvinnusjúkdómur

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins Sigurvonar styður baráttu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) sem óskar eftir því að krabbamein hjá slökkviliðsmönnum verði skilgreint sem atvinnusjúkdómur. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á aðalfundi félagsins í gær. „Á meðfylgjandi mynd má sjá hversu sláandi tölurnar eru sem birtar hafa verið í rannsóknum þessu tengdum. Við skorum á önnur krabbameinsfélög að leggja baráttu LSS lið.“


Á fundinum var einnig nýr gjaldkeri kjörinn en það er hún Martha Kristín Pálmadóttir sem tekur við af Tinnu Hrund Hlynsdóttur. Tinnu eru þökkuð góð störf og Martha er boðin hjartanlega velkomin til liðs við félagið. Stjórnin var að öðru leyti endurkjörin með óbreyttu formi. Það er því enn Helena Hrund Jónsdóttir sem heldur um taumana sem formaður. Þórir Guðmundsson er ritari og meðstjórnendur eru Hlynur Kristjánsson og Auður Ólafsdóttir. Varamenn eru Heiðrún Björnsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir.