Vetrarstarfið er hafið hjá Sigurvon og þjónustuskrifstofan hefur verið opnuð á ný eftir sumarfrí. Vonir standa til að félagið geti verið virkt í vetur eftir að hafa dregið saman seglin eins og flestir aðrir meðan heimsfaraldurinn var sem skæðastur. Við ætlum þó að stíga varlega til jarðar og taka stöðuna jafnóðum en munum vera iðin við að birta fréttir hér á heimasíðunni.
En þjónustskrifstofan er opin alla þriðjudag frá kl. 14-16 svo verið innilega velkomin.