Mikið fjör var á fjölskylduhátíð Sigurvonar þegar yfir 100 manns mættu á Eyrartún á Ísafirði sl. fimmtudag. Hátíðin byrjaði með hreystigöngu eða hlaupi fyrir þá sem vildu. Síðan var boðið upp á grillaðar pylsur og ís við tónlistarflutning Maraþonsmanna og Hjördísar Þráinsdóttur. Hoppikastali vakti mikla lukku meðal barnanna og verulega góð stemmning myndaðist á svæðinu.
Með hátíðinni vildi stjórn félagsins þakka velunnurum félagsins fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin og hvetja í leiðinni til hreyfingar og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna. Vakin var athygli á hreyfihóp Sigurvonar sem hefur verið starfandi í allt sumar. Æfingar hafa verið á mánudögum og miðvikudögum undir stjórn þjálfara og hafa æfingar gengið mjög vel. Þar hefur fólk getað gengið og/eða hlaupið eftir eigin getu og hraða.
Stjórn Sigurvonar vill þakka öllum sem mættu á hátíðina og Nettó sem styrktaraðila hátíðarinnar. Einnig viljum við þakka starfsfólki Safnahússins, Fiskbúð Sjávarfangs, Maraþonmönnunum Árna Heiðari Ívarssyni og Fjölni Ásbjörnssyni og Hjördísi Þráinsdóttur, Ísafjarðarbæ og Viðburðastofu Vestfjarða.