Fiskvinnslan Íslandssaga hf. hélt sitt árlega golfmót á Tungudalsvelli þann 6. júlí sl. Mótið er hluti af mótaröð vestfirskra sjávarútvegsfyrirtækja. Hefðbundin verðlaun voru veitt fyrir árangur kylfinga í mótinu. Fiskvinnslan Íslandssaga hf. fagnar á þessu ári 25 ára afmæli og af því tilefni var ákveðið að gera eitthvað öðruvísi en verið hefur á golfmóti félagsins. Ákveðið var að greiða til Krabbameinsfélagsins Sigurvonar kr 10.000 fyrir hvern fugl sem kylfingar fengju í mótinu. „Þegar allt hafði verið talið saman í lok móts kom í ljós að 26 fuglar litu dagsins ljós í mótinu. Það er því með mikilli ánægju að Fiskvinnslan Íslandssaga hf afhendir Krabbameinsfélaginu Sigurvon 260.000, til styrktar starfsemi félagsins,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins til Sigurvonar.
Aðstandendur Sigurvonar þakkar Fiskvinnslunni Íslandssögu og kylfingunum sem tóku þátt hjartanlega fyrir stuðninginn.