Í dag eru tæplega 400 virkir félagar í Krabbameinsfélagi Sigurvonar. Það er afar góður hópur fólks sem greiðir félagsgjöld tvisvar sinnum á ári. Annars vegar í mars og hins vegar í október. Félagsgjöldin eru send út í heimabanka félaga og hljóða upp á 5.000 krónur á ári, sem greiddar eru í tennu lagi. Það sem þessir góðu félagar, sem og aðrir velunnarar félagsins, gera er að gera félaginu kleift að styðja við bakið á þeim sem greinast með krabbamein. Félagið er með ýmsan fjárhagsstuðning á erfiðum tímum, t.d. greiðum við niður gistikostnað, hægt er að sækja um ársstyrk og þegar vel árar höfum við greitt út sérstakan jólastyrk.
Félagið væri snautt án alls þessa góða fólks sem stendur þétt við bakið á okkur.
Það er afar auðvelt að gerast félagi, þú einfadlega fyllir út formið hér að neðan og við skráum þig inn.
Einnig er hægt að leggja til frjáls framlög. Þau er hægt að greiða inn á reikning félagsins 0154 – 26 – 002010 Kt. 470102-4540
Fyrir nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga vísast í persónuverndarstefnu Sigurvonar.