Krabbameinsfélagið Sigurvon var stofnað 4. nóvember 2001 og eru félagsmenn í dag rétt tæplega 400 talsins. Helsta hlutverk krabbameinsfélagsins Sigurvonar er að veita fólki í krabbameinsmeðferð, og fjölskyldum þeirra, stuðning í gegnum baráttu þeirra. Sá stuðningur felst í upplýsingagjöf til fólks og fjárstuðnings. Fólk sem er í krabbameinsmeðferð getur sótt um ársstyrk til félagsins. Einnig greiðir félagið niður gistikostnað fyrir fólk sem þarf að dvelja í Reykjavík vegna sjúkrahúsdvalar.
Opnunartími þjónustuskrifstofunnar er á þriðjudögum frá kl. 14-16.
Stjórn félagsins er skipuð eftirfarandi:
Formaður: Martha Kristín Pálmadóttir
Gjaldkeri: Fjölnir Ásbjörnsson
Ritari: Hjördís Þráinsdóttir
Meðstjórnandi: Davíð Björn Kjartansson
Meðstjórnandi: Elísa Stefánsdóttir
Varamaður: Heiðrún Björnsdóttir
Varamaður: Ólafur Guðsteinn Kristjánsson
Starfsmaður félagsins er Thelma E. Hjaltadóttir